Upprifjunarnámskeið í hormónajóga á laugardegi
lau., 11. nóv.
|Á zoom eingöngu
Rifjaðu æfingaröðina upp á leikandi léttum laugardegi!
Tími & staður
11. nóv. 2023, 10:30 – 13:00
Á zoom eingöngu
Um viðburðinn
Upprifjunarnámskeið í hormónajóga á laugardegi fyrir þær sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða verið að iðka með aðstoð bókarinnar um hormónajóga.
Hvenær: Laugardaginn 11. nóvember
Hvar: Á Zoom eingöngu
Klukkan: 10:30 til 13:00 (2,5 tímar)
Verð: 7.200. Mörg fyrirtæki og stéttarfélög styðja heilsueflingu
Við skiptum tímanum í tvennt. Í fyrrihlutanum frá 10:30 til 12:00 förum við vandlega í gegnum alla æfingaröðina og rifjum upp streitulosandi æfingarnar. Í seinni hlutanum frá 12:15 til 13:00 gerum við æfingaröðina á innan við 35 mínútum og endum á rólegum og heilandi nótum.
Eftir daginn ættir þú að vera komin aftur í gírinn og tilbúin til að njóta þessarar stórkostlegu gjafar sem hormónajógað er.